Stöpemörtel C-35 er múrblanda úr sementi, fylli- og þjálniefnum. Efnið stenst kröfur í norskum staðli NS 3120. Múrinn skal aðeins blanda með vatni og má nota bæði utanhúss og innan.
Notkunarsvið
Stöpemörtel C-35 er notað sem alhliða múrblanda, á hleðslustein, steinblokkir, náttúrustein, steinskífur, flísar o.fl. þ.h. ásamt múrhúðun á smærri fleti. Sjá nánar staðal NS 3420 kap.N1.
Tækniblöð: Stöpemörtel B30 | Stöpemörtel B20
Redisit
Redisit er sementsbundið múrefni sem inniheldur bætiefni og veitir góða vörn gegn ryði, hefur góða bindieiginleika og þjálni. Redisit er þjált og auðvelt í notkun.
Notkunarsvið
Redisit er notað sem ryðvarnargrunnur ásteypustyrktarjárn og til að auka festu á milli nýrrar og gamallar steypu.
Tækniblöð: Redisit
Mapegrout Fast-set
Trefja- og akrýlstyrkt fljótþornandi og hraðharðnandi múrblanda til viðgerðar á steinsteypu. Lagþykktir 0,3 – 2,5 cm. í einu lagi. Rýrnar ekki. Mapegrout Fast set hentar til viðgerða á steypu og múrhúðuðu yfirborði jafnt láréttu sem lóðréttu. Auðveldar endurbætur á illa förnum steypuhlutum. Kantviðgerðir á burðarbitum, stoðum og svalabrúnum sem skemmst hafa út frá ryðmyndun í steypustyrktarjárnum. Skjótar viðgerðir á steyptum iðnaðargólfum.
Tækniblöð: Mapegrout Fast-set
Mapegrout SV
Til viðgerða á illa förnum steinsteypumannvirkjum þar sem þörf er fyrir vel fljótandi múrblöndur. Til að gera við iðnaðargólf, þjóðvegi og flugstöðvar sem opna þarf fyrir umferð sem fyrst. Til hraðviðgerða á skoðunarstokkum og ræsisbrunnum.
Tækniblöð: Mapegrout SV
Fixofin
Fixofin er sérstaklega hannað fyrir viðgerðir og viðhald á steinsteypu þar sem yfirbragð er mikilvægt.
Samsetning vörunnar þýðir að hægt er að pússa steypuhræruna slétta, en samt að viðhalda góðum
límeiginleikum.
Dæmi um notkun:
- Viðgerðir á skemmdum í steypu í 5 – 15 mm þykkt
- Fylla göt í steypu
- Almenn fyllingar og viðgerðar steypuhræra fyrir
steypu og forsteyptar steypueiningar
Tækniblöð: Fixofin